Erlent

Skjaldbaka með tvö höfuð

Thelma og Louise Ekkert virðist ama að skjaldbökunni.
Thelma og Louise Ekkert virðist ama að skjaldbökunni. Fréttablaðið/AP
Skjaldbaka með tvö höfuð kom í heiminn í dýragarði í San Antonio í Bandaríkjunum þann 18. júní. Hún var sýnd gestum dýragarðsins í fyrsta sinn í gær.

Ekkert amar að henni, að því er best verður séð. Hún getur bæði synt og gengið og virðist geta unað sér vel í dýragarðinum.

Starfsfólk dýragarðsins hefur gefið henni nöfnin Thelma og Louise, í höfuðið á aðalpersónum samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1991.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×