Erlent

Yfir hundrað þúsund látnir

Heimildir herma að 37 óbreyttir borgarar hafi látið lífið síðan átökin hófust.
Heimildir herma að 37 óbreyttir borgarar hafi látið lífið síðan átökin hófust.
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur kostað meira en 100 þúsund manns lífið undanfarna 27 mánuði, að því er aðgerðasamtök er fylgjast grannt með mannfallinu fullyrða.

Samtökin nefnast Sýrlenska mannréttindaeftirlitið og hafa höfuðstöðvar í Bretlandi.

Samkvæmt heimildum þeirra hafa nærri 37 þúsund almennir borgarar látið lífið í þessum hildarleik.

Fyrr í mánuðinum sögðust Sameinuðu þjóðirnar hafa heimildir fyrir því að í það minnsta 93 þúsund manns hefðu látist í átökunum, þar af að minnsta kosti 6.300 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×