Illa brenndur eftir viðskipti við Sól 101 Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2013 15:00 Steinar Thorberg skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðsstofu í miðbænum Fréttablaðið/Valli Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira