Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2013 19:24 Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. Þremur vikum eftir að vopnahlé í flugvallardeilunni var handsalað virðist friðurinn úti. Borgaryfirvöld virðast staðráðin í að loka sem fyrst minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvesturbrautinni, til að koma þar fyrir þrjúþúsund manna byggð. Forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýri, sem söfnuðu sjötíu þúsund undirskriftum í haust til stuðnings vellinum, segja að ætíð hafi verið gengið út frá því að þessari braut yrði ekki lokað nema braut með samsvarandi stefnu í Keflavík yrði opnuð að nýju. „Það er ekkert í myndinni að þessari braut verði lokað fyrr en hin brautin hefur verið opnuð,” segir Friðrik í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er neyðarbraut og það kemur bara ekki til álita að skilja suðvesturhornið eftir í þeirri stöðu að það sé ekki hægt að lenda í þessum hvössu suðvestanvindum sem stundum verða hér, - og norðaustan.” Hann minnir á að búið sé að skipa nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur til að skoða til hlýtar alla valkosti í flugvallarmálinu. Það starf eigi ekki að taka nema þrettán mánuði. Á meðan eigi ekki að hrófla við neinu á vellinum, nefndin verði að hafa frítt spil þennan tíma. Það sé algjörlega fáránlegt að láta sér detta það í hug að einhverjir kostir yrðu úr sögunni meðan þessir þrettán mánuðir væru að líða. Fjórir aðilar voru sagðir standa að flugvallarsamkomulaginu en nú segir Friðrik að tveir samningar hafi verið gerðir og aðeins borgarstjóri og innanríkisráðherra hafi skrifað undir þann hluta sem snýr að litlu flugbrautinni. Það hafi vakið sérstaka athygli sína að forsætisráðherra skyldi ekki einnig skrifa undir seinna samkomulagið. „Hann hefur jú verið einarður talsmaður þess að það þyrfti að tryggja stöðu þessa vallar.“ Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. Þremur vikum eftir að vopnahlé í flugvallardeilunni var handsalað virðist friðurinn úti. Borgaryfirvöld virðast staðráðin í að loka sem fyrst minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvesturbrautinni, til að koma þar fyrir þrjúþúsund manna byggð. Forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýri, sem söfnuðu sjötíu þúsund undirskriftum í haust til stuðnings vellinum, segja að ætíð hafi verið gengið út frá því að þessari braut yrði ekki lokað nema braut með samsvarandi stefnu í Keflavík yrði opnuð að nýju. „Það er ekkert í myndinni að þessari braut verði lokað fyrr en hin brautin hefur verið opnuð,” segir Friðrik í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er neyðarbraut og það kemur bara ekki til álita að skilja suðvesturhornið eftir í þeirri stöðu að það sé ekki hægt að lenda í þessum hvössu suðvestanvindum sem stundum verða hér, - og norðaustan.” Hann minnir á að búið sé að skipa nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur til að skoða til hlýtar alla valkosti í flugvallarmálinu. Það starf eigi ekki að taka nema þrettán mánuði. Á meðan eigi ekki að hrófla við neinu á vellinum, nefndin verði að hafa frítt spil þennan tíma. Það sé algjörlega fáránlegt að láta sér detta það í hug að einhverjir kostir yrðu úr sögunni meðan þessir þrettán mánuðir væru að líða. Fjórir aðilar voru sagðir standa að flugvallarsamkomulaginu en nú segir Friðrik að tveir samningar hafi verið gerðir og aðeins borgarstjóri og innanríkisráðherra hafi skrifað undir þann hluta sem snýr að litlu flugbrautinni. Það hafi vakið sérstaka athygli sína að forsætisráðherra skyldi ekki einnig skrifa undir seinna samkomulagið. „Hann hefur jú verið einarður talsmaður þess að það þyrfti að tryggja stöðu þessa vallar.“
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira