Erlent

Frakkar boða vopnasendingar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Stríðsglæpum uppreisnarmanna fjölgar.
Stríðsglæpum uppreisnarmanna fjölgar. nordicphotos/AFP
Frakkar lýstu því yfir í gær að bæði þeir og Bretar vilji útvega sýrlenskum uppreisnarmönnum vopn, jafnvel þótt Evrópusambandið sé á móti því.

Bretar drógu þó úr þessu en segjast ekki vilja útiloka það að veita uppreisnarmönnum aðstoð.

Mannréttindasamtökin Amnesty International sendu hins vegar frá sér tvær skýrslur í gær þar sem hersveitir uppreisnarmanna eru sakaðar um stórfelld mannréttindabrot.

Uppreisnarmenn eru sagðir stunda það að myrða stjórnarhermenn og uppljóstrara sem þeir ná á sitt vald. Samtökin segja þessum stríðsglæpum uppreisnarmanna fara fjölgandi.

Þrátt fyrir það segja samtökin að stríðsglæpir og önnur mannréttindabrot af hálfu stjórnarhersins séu enn hálfu verri en glæpir uppreisnarmanna.

Sameinuðu þjóðirnar segja átökin, sem hófust fyrir um tveimur árum, hafa kostað meira en 70 þúsund manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×