Erlent

Vill eftirlit með klámvæðingu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Christian Engström
Christian Engström
Evrópuþingið samþykkti í gær ályktun um að útrýma staðalímyndum kynjanna í aðildarríkjum ESB. Ályktunin hefur verið gagnrýnd fyrir að fela í sér tilraun til að banna allt klám á internetinu.

Í reynd gengur ályktunin þó ekki svo langt. Hins vegar er í henni skorað á Evrópusambandið og aðildarríki þess að banna allt klám í fjölmiðlum og jafnframt að banna auglýsingar um kynlífsferðamennsku.

Þá er skorað á aðildarríki Evrópusambandsins að koma á fót óháðri eftirlitsstofnun sem fengi það verkefni að fylgjast með fjölmiðlum og auglýsingastofum, með heimildum til að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem ýta undir það að stúlkur séu sýndar í kynferðislegu ljósi.

Í ályktuninni er einnig skorað á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að fá netþjónustufyrirtæki með í lið við að þróa raunverulega jafnréttismenningu á netinu.

Christian Engström, þingmaður sænska Sjóræningjaflokksins á Evrópuþinginu, segir þetta vera enn eina kröfuna um að netþjónustufyrirtæki fari að hafa eftirlit með netnotkun viðskiptavina sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×