Frakkar deila um foreldrahlutverkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. febrúar 2013 00:00 Christiane Taubira dómsmálaráðherra er sökuð um að vilja gera börn að söluvöru. nordicphotos/AFP Þegar François Hollande gaf frönskum kjósendum það loforð að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra vakti það engin hörð viðbrögð í Frakklandi. Eftir að hann var kosinn forseti og kom þessu kosningaloforði sínu til afgreiðslu á þingi kom hins vegar annað hljóð í strokkinn. Fjölmennar mótmælagöngur hafa verið haldnar á síðustu vikum, sumar með þeim fjölmennustu sem þekkst hafa í Frakklandi síðustu áratugina. Frakkar hafa reynst íhaldssamari en þeir sjálfir reiknuðu með. Harðasta andstaðan hefur þó ekki beinst að hjónaböndum samkynhneigðra sem slíkum, heldur að hugmyndum um að samkynhneigð hjón geti ættleitt börn, fengið leyfi til að gangast undir frjósemisaðgerðir eða notað staðgöngumæður til að eignast börn. Harðar deilur hafa vaknað um það hvort samfélagið og vísindin séu farin að ætla sér of stórt hlutverk við að skipuleggja barneignir og þjóðfélagið hefur nánast logað í umræðum um það hvort innan skamms verði farið að bjóða líkama kvenna til leigu. Vegna andstöðunnar féllu Hollande og Sósíalistaflokkur hans reyndar nú í janúar frá öllum áformum um að tengja lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra við áform um að auðvelda aðgang að frjósemisaðgerðum. Upp úr sauð hins vegar á þingi í þessari viku, þegar frumvarp stjórnarinnar kom þar til umræðu, því þá kom í ljós að Christiane Taubira dómsmálaráðherra hafði nánast í kyrrþey gefið út heimild til þess að börn, sem staðgöngumæður hafa fætt erlendis, geti fengið franskt fæðingarvottorð. „Þú ert að ýta undir aðfarir sem eru ólöglegar hér í landi, aðfarir sem eru árásir á mannlega reisn," sagði Jean-François Cope, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á þingfundi á miðvikudag: „Börn verða hlutir sem hægt er að kaupa og selja." Dómsmálaráðherrann hefur hins vegar ítrekað fyrri yfirlýsingar um að ekki standi til að lögleiða staðgöngumæðrun. Olivier Dussopt, einn þingmanna Sósíalistaflokksins, segist reyndar telja að Frökkum muni smám saman snúast hugur og fallast á áform stjórnarinnar, rétt eins og gerðist eftir að þingið ákvað að lögleiða fóstureyðingar árið 1975. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Þegar François Hollande gaf frönskum kjósendum það loforð að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra vakti það engin hörð viðbrögð í Frakklandi. Eftir að hann var kosinn forseti og kom þessu kosningaloforði sínu til afgreiðslu á þingi kom hins vegar annað hljóð í strokkinn. Fjölmennar mótmælagöngur hafa verið haldnar á síðustu vikum, sumar með þeim fjölmennustu sem þekkst hafa í Frakklandi síðustu áratugina. Frakkar hafa reynst íhaldssamari en þeir sjálfir reiknuðu með. Harðasta andstaðan hefur þó ekki beinst að hjónaböndum samkynhneigðra sem slíkum, heldur að hugmyndum um að samkynhneigð hjón geti ættleitt börn, fengið leyfi til að gangast undir frjósemisaðgerðir eða notað staðgöngumæður til að eignast börn. Harðar deilur hafa vaknað um það hvort samfélagið og vísindin séu farin að ætla sér of stórt hlutverk við að skipuleggja barneignir og þjóðfélagið hefur nánast logað í umræðum um það hvort innan skamms verði farið að bjóða líkama kvenna til leigu. Vegna andstöðunnar féllu Hollande og Sósíalistaflokkur hans reyndar nú í janúar frá öllum áformum um að tengja lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra við áform um að auðvelda aðgang að frjósemisaðgerðum. Upp úr sauð hins vegar á þingi í þessari viku, þegar frumvarp stjórnarinnar kom þar til umræðu, því þá kom í ljós að Christiane Taubira dómsmálaráðherra hafði nánast í kyrrþey gefið út heimild til þess að börn, sem staðgöngumæður hafa fætt erlendis, geti fengið franskt fæðingarvottorð. „Þú ert að ýta undir aðfarir sem eru ólöglegar hér í landi, aðfarir sem eru árásir á mannlega reisn," sagði Jean-François Cope, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á þingfundi á miðvikudag: „Börn verða hlutir sem hægt er að kaupa og selja." Dómsmálaráðherrann hefur hins vegar ítrekað fyrri yfirlýsingar um að ekki standi til að lögleiða staðgöngumæðrun. Olivier Dussopt, einn þingmanna Sósíalistaflokksins, segist reyndar telja að Frökkum muni smám saman snúast hugur og fallast á áform stjórnarinnar, rétt eins og gerðist eftir að þingið ákvað að lögleiða fóstureyðingar árið 1975.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira