Erlent

Ali Zeidan sleppt úr haldi

Ali Zeidan, forsætisráðherra Líbíu
Ali Zeidan, forsætisráðherra Líbíu
Ali Zeidan, forsætisráðherra Líbíu er laus úr haldi, samkvæmt frétt BBC. Honum var rænt af bysumönnum í morgun.

Árás var gerð í dögun á hótel í höfuðborginni Trípólí þar sem Zeitan hafði aðsetur og hann fluttur á burt.

Málið er enn mjög óljóst og ekkert hefur verið gefið út um hver var þar að verki.

Síðastliðinn þriðjudag sendi Zeidan út ákall til Vesturveldanna um að þau stöðvi vopnaða herflokka í landinu sem fara með öll völd á sumum svæðum í landinu og á mánudag var hann í viðtali á BBC þar sem hann fullyri að Líbía væri orðin miðstöð vopnasmygls í miðausturlöndum og að það þyrfti að stöðva þegar í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×