Erfitt að verða við séróskum foreldra 17. október 2013 19:10 Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“ Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira