Erfitt að verða við séróskum foreldra 17. október 2013 19:10 Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira