Spellvirki hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit og rannsakar lögreglan á Húsavík málið.
Málað var með stórum stöfum orðið : crater, eða gígur, í Karlagjá, Grjótagjá og utan í hólinn niður í skál Hverfjalls. Stafirnir eru um 90 sentimetrar á hæð og orðin allt að 17 metra löng. Að sögn vefsíðunnar Akureyri-Vikublað, telur lögreglan að spellvirkjarnir hafi beitt háþrýstisprautum við verkið og hafi þurft marga lítra af málingu til þess. Lögregla og heimamenn óska eftir upplýsingum eða ábendingum um verknaðinn.
Umhverfisspjöll í Mývatnssveit
