Ákváðu fyrirkomulag sölu seint um kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 07:12 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Mynd/Pjetur „Ég talaði við Ólaf (Thorarensen) hjá midi.is seint í fyrrakvöld. Það var lokasímtal. Við vorum auðvitað búnir að vera í reglulegum samskiptum við þá,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fjölmargir landsmenn vöknuðu upp við vondan draum í gær. Um áttaleytið hafði selst upp á viðureign íslenska karlalandsliðsins gegn því króatíska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Ljóst var að eftirspurn eftir miðum væri mikil, söguleg, og höfðu forsvarsmenn KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara, að miðar færu í sölu í gær. Aldrei kom þó fram klukkan hvað. Þórir segir ákvörðunina um nákvæma tímasetningu á miðasölu ekki hafa verið tekna fyrr en í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan að miðasala hæfist klukkan fjögur að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris. „Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um klukkan 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér síðdegis í gær. Þar sagðist hann taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni, viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða og baðst afsökunar. Ólafur hjá midi.is sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að sölukerfi midi.is væri „sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu“. Þórir fylgdist sjálfur með því þegar salan hófst um nóttina. Hann segir greinilegt að einhverjir hafi vaktað miðasöluna og verið í startholunum um það leyti sem miðasala hófst. Hann segir þó gríðarlegan kipp hafa komið í söluna þegar fólk fór að ranka við sér á heimilum sínum um morguninn. Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, fékk miða til sölu síðdegis á mánudag. Um takmarkað magn miða var að ræða og fengu færri miða en vildu. Hópurinn fékk þó ákveðna vísbendingu um að sofa ekki yfir sig frá framkvæmdastjóranum. „Þeir spurðu mig að því hvenær salan myndi hefjast. Það lá ekki fyrir. Ég sagði þeim að það yrði snemma í fyrramálið. Ég held að þær upplýsingar hafi einnig komið fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir Þórir.Mynd/VilhelmVísbendingar um miðabrask Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu. „En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.Mynd/VilhelmNákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti. Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leikmanna, Tólfunnar, A-passa.5.000 miðar í almenna sölu.700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
„Ég talaði við Ólaf (Thorarensen) hjá midi.is seint í fyrrakvöld. Það var lokasímtal. Við vorum auðvitað búnir að vera í reglulegum samskiptum við þá,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fjölmargir landsmenn vöknuðu upp við vondan draum í gær. Um áttaleytið hafði selst upp á viðureign íslenska karlalandsliðsins gegn því króatíska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Ljóst var að eftirspurn eftir miðum væri mikil, söguleg, og höfðu forsvarsmenn KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara, að miðar færu í sölu í gær. Aldrei kom þó fram klukkan hvað. Þórir segir ákvörðunina um nákvæma tímasetningu á miðasölu ekki hafa verið tekna fyrr en í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan að miðasala hæfist klukkan fjögur að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris. „Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um klukkan 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér síðdegis í gær. Þar sagðist hann taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni, viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða og baðst afsökunar. Ólafur hjá midi.is sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að sölukerfi midi.is væri „sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu“. Þórir fylgdist sjálfur með því þegar salan hófst um nóttina. Hann segir greinilegt að einhverjir hafi vaktað miðasöluna og verið í startholunum um það leyti sem miðasala hófst. Hann segir þó gríðarlegan kipp hafa komið í söluna þegar fólk fór að ranka við sér á heimilum sínum um morguninn. Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, fékk miða til sölu síðdegis á mánudag. Um takmarkað magn miða var að ræða og fengu færri miða en vildu. Hópurinn fékk þó ákveðna vísbendingu um að sofa ekki yfir sig frá framkvæmdastjóranum. „Þeir spurðu mig að því hvenær salan myndi hefjast. Það lá ekki fyrir. Ég sagði þeim að það yrði snemma í fyrramálið. Ég held að þær upplýsingar hafi einnig komið fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir Þórir.Mynd/VilhelmVísbendingar um miðabrask Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu. „En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.Mynd/VilhelmNákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti. Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leikmanna, Tólfunnar, A-passa.5.000 miðar í almenna sölu.700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira