Erlent

67 dauðir kettir og 99 lifandi fjarlægðir

Nordicphotos/AFP
Bandarísk yfirvöld segja að 67 dauðir og 99 lifandi kettir hafi verið fjarlægðir úr viðurstyggilegu húsi í bænum Wright í New York fylki í Bandaríkjunum.

Fréttavefurinn Times Union greinir frá þessu og segir að dauðu kettirnir hafi verið geymdir í plastpokum í frysti. Eigandi kattanna hafði neitað að gefa hluta kattanna til starfsfólks í neyðarskýlum. Þá afþakkaði hún boð um að gangast heilbrigðisskoðun.

Hús konunnar hefur verið metið óhæft til búsetu. Möguleiki er á því að konan verði ákærð. Þeir sem þekkja til konunnar rekja áráttu hennar til þess að eiginmaður hennar til 27 ára lét óvænt lífið í desember fyrir rúmum tveimur árum.

Yfirvöld sóttu konuna heim á miðvikudaginn eftir að kvartanir bárust vegna óbærilegrar lyktar sem fannst í nágrenni hússins. Lyktina má rekja til úrgangs kattanna sem var ekki sinnt.

Nánar um málið á vef Times Union þar sem sjá má myndir af köttunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×