Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur á Selfossi í 21. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í dag.
Grafarvogsliðið situr í efsta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina með eins stigs forskot á Víking, Grindavík og Hauka. Liðið sækir Leikni heim í lokaumferðinni og vinnur deildina og tryggir sér sæti í efstu deild með sigri.
Þórir Guðjónsson skoraði tvö mörk og Ragnar Leósson eitt í Grafarvoginum í dag. Fjölnismenn fögnuðu að vonum vel ásamt stuðningsmönnum sínum.
Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og vísis, var á svæðinu og náði þessum skemmtilegu myndum.
