Garðar: Geri bara eins og Grétar Sigfinnur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2013 07:00 Garðar var markahæsti leikmaður ÍA í fyrra en næstmarkahæstur í sumar. Þrátt fyrir það telja Skagamenn sig ekki hafa not fyrir hann. Garðar skorar hér í leik gegn Stjörnunni. Mynd/Daníel Framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar er í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni. „Lokaleikurinn í deildinni fór fram á laugardag en ég fékk að vita á föstudeginum að minnar þjónustu væri ekki óskað lengur. Bjarki bróðir fór þá á fund með knattspyrnudeildinni þar sem frá þessu var greint. Mér fannst mjög ófaglegt að gera þetta daginn fyrir síðasta leik. Ég get ekki útskýrt þetta öðruvísi en að þetta var kjaftshögg fyrir mig,“ segir Garðar ósáttur en áhöld eru að hans mati um hvort ÍA geti sagt samningnum upp. Hann spilaði samt allan leikinn fyrir ÍA daginn eftir að hann fékk þetta kjaftshögg eins og hann orðar það. „Ég ákvað að gefa allt í leikinn og reyna að troða sokk upp í þessa stjórnarmenn. Því miður fór leikurinn eins og hann fór. Ég var samt stoltur af minni frammistöðu og þjálfarinn hrósaði mér fyrir að sýna karakter eftir leikinn. Ég sagði þjálfaranum frá þessu en hann hafði ekki hugmynd um þetta. Hann vissi samt að ég myndi spila. Það er þjálfarinn sem ræður.“Bíð eftir nýjum þjálfara Framherjinn er ekki alveg á því að hann sé hættur að spila fyrir ÍA þrátt fyrir þessi tíðindi frá stjórninni. „Ég ætla að bíða eftir því hver verður ráðinn þjálfari. Ég held að það ætti að vera hans ákvörðun en ekki ákvörðun stjórnar hverjir spila fyrir ÍA næsta sumar. Ég bý uppi á Skaga og ætlaði að vera hér næstu árin. Það getur vel verið að ég verði hér áfram. Geri bara eins og Grétar Sigfinnur,“ sagði Garðar léttur og vitnaði þar í KR-inginn sem neitaði að fara er KR vildi ekki hafa hann lengur. Hann svaraði því með að fara á kostum í sumar og spila allar mínútur fyrir liðið. „Mér er eiginlega alveg sama þótt stjórnin vilji losna við mig. Það að þjálfarinn vilji halda mér skiptir mestu máli. Ég er til í að spila með ÍA í 1. deildinni næsta sumar og hjálpa liðinu við að komast aftur upp. Ég vildi strax hjálpa liðinu að komast upp er við féllum. Ég hef metnað fyrir því að spila í Pepsi-deildinni en ef ég þarf að bíða í eitt ár eftir því að spila þar aftur er það ekkert mál.“ Garðar hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og byrjaði tímabilið í ár meiddur. Hann hefur þurft að fara í aðgerðir síðustu tvö ár en sér nú fram á bjartari tíma í þeim efnum. „Ég er heill og gat spilað þrjá leiki síðustu vikuna í mótinu og ekkert mál. Nú fæ ég loksins undirbúningstímabil og get þar af leiðandi komið til leiks næsta sumar í formi en það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna er ég líka svekktur með þetta því nú er tækifæri til að kýla almennilega á þetta. Ég er líka Skagamaður, vil hjálpa liðinu og ég hélt að menn vildu byggja þetta upp á heimamönnum.“ Skagamenn urðu neðstir í Pepsi-deildinni og svolítið síðan liðið féll.ÍA náði sér í raun aldrei á strik í sumar. „Ég á enga skýringu á þessu gengi. Við byrjuðum hrikalega og náðum okkur ekkert upp úr því. Æfingar og mórall var samt góður í allt sumar. Taflan lýgur samt ekkert,“ segir Garðar en bætir við að það hafi komið nokkuð ferskir straumar með Þorvaldi Örlygssyni er hann tók við liðinu af Þórði Þórðarsyni. „Það varð aftur gaman að mæta á æfingar er hann kom. Það var orðið svolítið þunglyndi er hann kom inn. Hann reif þetta upp en árangurinn lét á sér standa. Það hefur oft gert gæfumuninn að skipta svona um þjálfara en gerði það ekki núna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar er í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni. „Lokaleikurinn í deildinni fór fram á laugardag en ég fékk að vita á föstudeginum að minnar þjónustu væri ekki óskað lengur. Bjarki bróðir fór þá á fund með knattspyrnudeildinni þar sem frá þessu var greint. Mér fannst mjög ófaglegt að gera þetta daginn fyrir síðasta leik. Ég get ekki útskýrt þetta öðruvísi en að þetta var kjaftshögg fyrir mig,“ segir Garðar ósáttur en áhöld eru að hans mati um hvort ÍA geti sagt samningnum upp. Hann spilaði samt allan leikinn fyrir ÍA daginn eftir að hann fékk þetta kjaftshögg eins og hann orðar það. „Ég ákvað að gefa allt í leikinn og reyna að troða sokk upp í þessa stjórnarmenn. Því miður fór leikurinn eins og hann fór. Ég var samt stoltur af minni frammistöðu og þjálfarinn hrósaði mér fyrir að sýna karakter eftir leikinn. Ég sagði þjálfaranum frá þessu en hann hafði ekki hugmynd um þetta. Hann vissi samt að ég myndi spila. Það er þjálfarinn sem ræður.“Bíð eftir nýjum þjálfara Framherjinn er ekki alveg á því að hann sé hættur að spila fyrir ÍA þrátt fyrir þessi tíðindi frá stjórninni. „Ég ætla að bíða eftir því hver verður ráðinn þjálfari. Ég held að það ætti að vera hans ákvörðun en ekki ákvörðun stjórnar hverjir spila fyrir ÍA næsta sumar. Ég bý uppi á Skaga og ætlaði að vera hér næstu árin. Það getur vel verið að ég verði hér áfram. Geri bara eins og Grétar Sigfinnur,“ sagði Garðar léttur og vitnaði þar í KR-inginn sem neitaði að fara er KR vildi ekki hafa hann lengur. Hann svaraði því með að fara á kostum í sumar og spila allar mínútur fyrir liðið. „Mér er eiginlega alveg sama þótt stjórnin vilji losna við mig. Það að þjálfarinn vilji halda mér skiptir mestu máli. Ég er til í að spila með ÍA í 1. deildinni næsta sumar og hjálpa liðinu við að komast aftur upp. Ég vildi strax hjálpa liðinu að komast upp er við féllum. Ég hef metnað fyrir því að spila í Pepsi-deildinni en ef ég þarf að bíða í eitt ár eftir því að spila þar aftur er það ekkert mál.“ Garðar hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og byrjaði tímabilið í ár meiddur. Hann hefur þurft að fara í aðgerðir síðustu tvö ár en sér nú fram á bjartari tíma í þeim efnum. „Ég er heill og gat spilað þrjá leiki síðustu vikuna í mótinu og ekkert mál. Nú fæ ég loksins undirbúningstímabil og get þar af leiðandi komið til leiks næsta sumar í formi en það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna er ég líka svekktur með þetta því nú er tækifæri til að kýla almennilega á þetta. Ég er líka Skagamaður, vil hjálpa liðinu og ég hélt að menn vildu byggja þetta upp á heimamönnum.“ Skagamenn urðu neðstir í Pepsi-deildinni og svolítið síðan liðið féll.ÍA náði sér í raun aldrei á strik í sumar. „Ég á enga skýringu á þessu gengi. Við byrjuðum hrikalega og náðum okkur ekkert upp úr því. Æfingar og mórall var samt góður í allt sumar. Taflan lýgur samt ekkert,“ segir Garðar en bætir við að það hafi komið nokkuð ferskir straumar með Þorvaldi Örlygssyni er hann tók við liðinu af Þórði Þórðarsyni. „Það varð aftur gaman að mæta á æfingar er hann kom. Það var orðið svolítið þunglyndi er hann kom inn. Hann reif þetta upp en árangurinn lét á sér standa. Það hefur oft gert gæfumuninn að skipta svona um þjálfara en gerði það ekki núna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira