Erlent

Þvertaka fyrir að ráðist hafi verið á vefsíðu NSA

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vefsíða NSA lá niðri seinni partinn í gær.
Vefsíða NSA lá niðri seinni partinn í gær.
Vefsíða bandarískju þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, lá niðri í gærkvöldi. Möguleiki er talinn á að tölvuhakkarar hafi ráðist á síðuna.

Vefsíðan fór niður seinni partinn í gær en starfsemi NSA hefur verið í fréttum að undanförnu eftir að í ljós kom að stofnunin hleraði síma að minnsta kosti 35 þjóðarleiðtoga.

Fljótlega birtust kenningar á netinu um að ráðist hefði verið á síðuna í mótmælaskyni og birtust nokkur tíst á Twitter frá fólki sem tengist Anonymous-samtökunum, þar sem því var haldið fram að samtökin bæri ábyrgð á verknaðinum.

Þetta hefur þó ekki verið staðfest og segir talsmaður NSA að bilunin eigi sér eðlilegar skýringar. Vefsíðan hafi hrunið þegar unnið var að uppfærslum og að fréttir um tölvuárás séu einfaldlega rangar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×