Erlent

Bjartari tímar á Kóreuskaga

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Norður-Kóreumenn hafa boðið bandarískum yfirvöldum til viðræðna um öryggis- og kjarnorkumál.

Þetta tilkynnti þulur norður-kóreska ríkisútvarpsins í nótt.

Yfirlýsingin sætir tíðindum enda aflýsti þjóðaröryggisráð landsins fyrirhuguðum fundi með fulltrúum Suður-Kóreu á dögunum. Vilji Norður-Kóreumanna til samingaviðræðna við erkifjendurna í Bandaríkjunum þykir bera vitni bjartari tíma á Kóreuskaga.

Á síðustu mánuðum hafa yfirvöld í Norður-Kóreu hótað kjarnorkurárásum gegn nágrannaríkjum sínum og Bandaríkjunum. Sem fyrr þykir líklegt að tilgangur viðræðnanna sé að ginna alþjóðasamfélagið til frekari efnahagsaðstoðar með fagurmælum og innantómum loforðum um frið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×