Færði gjörgæslu LSH tæki í þakklætisskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. júlí 2013 07:00 Starfsfólk gjörgæsludeildarinnar ásamt Margréti, sem stendur við hlið föður síns. Þykir það læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira