FBI tók piltinn með sér til Washington VG skrifar 5. febrúar 2013 11:50 Pilturinn gekk inn í sendiráðið og sagðist hafa upplýsingar um yfirvofandi tölvuárás. Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra" Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra"
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels