FBI tók piltinn með sér til Washington VG skrifar 5. febrúar 2013 11:50 Pilturinn gekk inn í sendiráðið og sagðist hafa upplýsingar um yfirvofandi tölvuárás. Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra" Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra"
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira