Segir ríkissjóð ekki hafa efni á því að hætta innheimtu auðlegðarskatts Jóhannes Stefánsson skrifar 25. ágúst 2013 14:06 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira