Segir ríkissjóð ekki hafa efni á því að hætta innheimtu auðlegðarskatts Jóhannes Stefánsson skrifar 25. ágúst 2013 14:06 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira