Segir ríkissjóð ekki hafa efni á því að hætta innheimtu auðlegðarskatts Jóhannes Stefánsson skrifar 25. ágúst 2013 14:06 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira