Erlent

Fyrirfór sér eftir kaupæði kærustunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrirfór sér í verslunarmiðstöð í Kína.
Fyrirfór sér í verslunarmiðstöð í Kína.
Kínverskur maður tók sitt eigið líf í verslunarmiðstöð í Kína eftir rifrildi við kærustu sína um óhóflegt kaupæði.

Samkvæmt kínverskum miðlum mun maðurinn hafa stokkið niður af sjöundu hæð í verslunarmiðstöðinni Golden Eagle í Xuzhou í Kína. Maðurinn var um fertugt.

Samkvæmt sjónvarvottum á parið að hafa staðið í miklu rifrildi þegar maðurinn ákvað að stökkva niður og fyrirfara sér.

Rifrildið mun hafa byrjað eftir að maðurinn hafði tjáð áhyggjur sínar um kaupæði kærustu sinnar sem hafði ætlað að kaupa sér enn eitt skóparið.

Á eftirlitsmyndavélum verslunarmiðstöðvarinnar sést þegar maðurinn lendir á snyrtivörubás á fyrstu hæð en hann mun hafa látist samstundis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×