Maður sem var á elgsveiðum á eyjunni Vesteroy í Noregi skaut óvænt fórnarlamb á dögunum. Maðurinn hæfði ekki elginn með byssuskoti sínu og skaut þess í stað í trévegg sem þar var fyrir aftan. Það sem veiðimaðurinn vissi ekki var að þessi tréveggur var hluti af hóteli sem er á eyjunni.
Ellilífeyrisþegi sat í makindum sínum á salerninu þegar hann varð fyrir skotinu sem ætlað var elgnum. Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Osló en meiðsli hans eru ekki talinn lífshættuleg.
„Hann sat á klósettinu þegar hann var fyrir byssuskoti. Meiðsli hans eru ekki lífshættuleg,“ segir norska lögreglan sem rannsakar málið.
„Það fylgir því augljós áhætta að fara á veiðar. Veiðimaður ætti alltaf að tryggja að það sé ekkert fyrir aftan skotmarkið sem gæti verið í hættu fari svo að skotið hæfi ekki,“ segir Anders Stroemsaether frá norsku lögreglunni.
