Erlent

Bílsprengja á jóladag

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint mynd/afp
Kristnir Írakar voru skotmark hryðjuverkamanna í Baghdad í morgun. Að minnsta kosti 15 þeirra létust þegar bílsprengja sprakk nærri kirkju í Dora hverfinu í morgun.

Talið er að ekki færri en 28 séu særðir eftir árásina. Kristnir Írakar voru að koma frá guðsþjónustu í morgun þegar sprengjan sprakk. Enginn hefur enn lýst ódæðinu á hendur sér.

Áætlað er að kristnum Írökum hafi fækkað um helming undanfarin ár, úr 900 þúsund í um hálfa milljón, ekki síst vegna stöðugra árása múslima frá falli Saddam Hussein, 2003.

Átökin í Írak hafa kostað um 6 þúsund manns lífið það sem af er ári og hafa ekki verið fleiri síðan 2008.

Stríðið í Sýrlandi er sagt hafa ýtt undir óöldina í Írak þar sem hryðjuverkasamtökin Al-kaída hafa styrkst og eflst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×