Erlent

15 ára danskar stúlkur fái að ráða fóstureyðingu

Þorgils Jónsson skrifar
Dönsk sjálfseignastofnun um siðferðileg álitaefni telur einráðið að fimmtán ára stúlkur fái að taka sjálfstæða ákvörðun um fóstureyðingar.
Dönsk sjálfseignastofnun um siðferðileg álitaefni telur einráðið að fimmtán ára stúlkur fái að taka sjálfstæða ákvörðun um fóstureyðingar. Mynd/rigshospitalet
Fimmtán ára stúlkur í Danmörku ættu að geta tekið sjálfar ákvörðun um það hvort þær láti eyða fóstri. Þetta er skoðun Etisk råd, danskrar sjálfseignastofnunar sem fjallar um ýmisleg siðferðileg álitaefni, og segir frá í Politiken.

Rök stofnunarinnar eru þau að fimmtán ára einstaklingar eru, lögum samkvæmt, þess umkonir að taka ákvörðun um hvort þeir gangist undir meiriháttar læknisaðgerðir, og hið sama ætti því að eiga við um fóstureyðingar.

Samkvæmt núgildandi lögum þurfa stúlkur undir átján ára aldri að fá samþykki frá forráðamönnum til að fara í fóstureyðingu.

Talsmaður Jafnaðarmannaflokksins í heilbrigðismálum vildi ekki tjá sig um málið áður en það væri rætt innan flokksins. Hins vegar eru Róttæki flokkurinn og Venstre, sem eru frjálslyndir flokkar, fylgjandi tillögunni, en Íhaldsflokkurinn og Danski þjóarflokkurinn andsnúnir því að breyta lögum í þessa átt.

Á Íslandi miða lög við að stúlkur sextán ára og eldri þurfi ekki samþykki foreldra eða forráðamanna til að gangast undir fóstureyðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×