Smíðar stóla og borð úr 100 ára gömlum viði Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2013 18:03 The art of being Icelandic er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Íslenskar bókmenntir eru þar í fyrirrúmi en þar má einnig finna húsgagnahönnun þar sem efniviðurinn er mörg hundruð ára gamall. Hugmyndin að sýningunni vaknaði þegar lítið virtist vera í boði fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem heimsækja ráðhús Reykjavíkur daglega til að skoða Íslandskortið í Tjarnasal. Reykjavík var í ágúst 2011 útnefnd bókmenntaborg UNESCO og var sýningin sett upp með hliðsjón af því. "Og þá kemur þessi hugmynd upp, að halda upp á þær íslensku bækur sem þýddar hafa verið á erlendum tungumálum. Við erum með um 250 titla hérna sem fólk getur skoðað á 50 tungumálum, ef ekki fleirum", segir Ingi Þór Jónsson, framkvæmdarstjóri sýningarinnar. Bókamessan í Frankfurt, þar sem Ísland var með sýningu, þóttist heppnast afar vel og er innblásturinn fyrir uppsetningu sýningarinnar í Ráðhúsinu að hluta til sóttur þaðan. "Við höfum svona reynt að gera svona þrjú afbrigði af mini íslenskum stofum og það ætti að geta gefið þeim smá tækifæri á að upplifa okkur."Jóhann SigmarssonSóleyjarstjóllinn eftir Valdimar Harðarson fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli sínu og er hann til sýnis í Ráðhúsinu. Þar má einnig finna verk eftir Jóhann Sigmarsson en hann hannaði og smíðaði stóla, borð og rúm. Viðurinn sem notaður er til verksins er aldargamall og fenginn úr Reykjavíkurhöfn. Viðnum átti að henda en Jóhann sá að nýta mátti hann í annað. "Hann er hundrað ára gamall en þetta er af tvö til þrjú hundruð ára gömlum trjám. Þetta er samskonar viður og þeir hafa notað í sökklana í húsunum í Feneyjum", segir Jóhann. Stóllinn sem Jóhann hannaði og nefnist upp á enska tungu; The Gift of Spirit keppir til úrslita á alþjóðlegri innanhúshönnunarkeppni í London. Ekki er útilokað að stóllinn fari í fjöldaframleiðslu. Athyglin sem hönnun Jóhanns hefur fengið hefur komið honum sjálfum á óvart. "Það er bara gott. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti smíðað eða hannað nokkurn skapaðan hlut." Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
The art of being Icelandic er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Íslenskar bókmenntir eru þar í fyrirrúmi en þar má einnig finna húsgagnahönnun þar sem efniviðurinn er mörg hundruð ára gamall. Hugmyndin að sýningunni vaknaði þegar lítið virtist vera í boði fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem heimsækja ráðhús Reykjavíkur daglega til að skoða Íslandskortið í Tjarnasal. Reykjavík var í ágúst 2011 útnefnd bókmenntaborg UNESCO og var sýningin sett upp með hliðsjón af því. "Og þá kemur þessi hugmynd upp, að halda upp á þær íslensku bækur sem þýddar hafa verið á erlendum tungumálum. Við erum með um 250 titla hérna sem fólk getur skoðað á 50 tungumálum, ef ekki fleirum", segir Ingi Þór Jónsson, framkvæmdarstjóri sýningarinnar. Bókamessan í Frankfurt, þar sem Ísland var með sýningu, þóttist heppnast afar vel og er innblásturinn fyrir uppsetningu sýningarinnar í Ráðhúsinu að hluta til sóttur þaðan. "Við höfum svona reynt að gera svona þrjú afbrigði af mini íslenskum stofum og það ætti að geta gefið þeim smá tækifæri á að upplifa okkur."Jóhann SigmarssonSóleyjarstjóllinn eftir Valdimar Harðarson fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli sínu og er hann til sýnis í Ráðhúsinu. Þar má einnig finna verk eftir Jóhann Sigmarsson en hann hannaði og smíðaði stóla, borð og rúm. Viðurinn sem notaður er til verksins er aldargamall og fenginn úr Reykjavíkurhöfn. Viðnum átti að henda en Jóhann sá að nýta mátti hann í annað. "Hann er hundrað ára gamall en þetta er af tvö til þrjú hundruð ára gömlum trjám. Þetta er samskonar viður og þeir hafa notað í sökklana í húsunum í Feneyjum", segir Jóhann. Stóllinn sem Jóhann hannaði og nefnist upp á enska tungu; The Gift of Spirit keppir til úrslita á alþjóðlegri innanhúshönnunarkeppni í London. Ekki er útilokað að stóllinn fari í fjöldaframleiðslu. Athyglin sem hönnun Jóhanns hefur fengið hefur komið honum sjálfum á óvart. "Það er bara gott. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti smíðað eða hannað nokkurn skapaðan hlut."
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira