Athygli beint að Sýrlandi Brjánn Jónasson skrifar 12. október 2013 07:00 Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú varað í á þriðja ár og kallað dauða og örkuml yfir tugi þúsunda. Nordicphotos/AFP Með þeirri ákvörðun sinni að veita Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) friðarverðlaun Nóbels er Nóbelsnefndin að beina athygli heimsins að hryllilegum efnavopnum sem eru til í miklu magni enn í dag, en ekki síður að átökunum í Sýrlandi í víðara samhengi. Efnavopnastofnunin hlaut verðlaunin eftirsóttu fyrir sitt hlutverk við að rannsaka og eyða birgðum sýrlenskra stjórnvalda af taugagasi og öðrum efnavopnum. Verðlaunin voru veitt í Ósló í gær. Viðbrögð við ákvörðun Nóbelsnefndarinnar létu ekki á sér standa. Louay Safi, háttsettur talsmaður hóps uppreisnarmanna, sagði verðlaunin ekki tímabær og sagðist óttast að þau drægju athyglina frá „raunverulegum ástæðum stríðsins“. Fayez Sayegh, einn af talsmönnum sýrlenskra stjórnvalda, sagði verðlaunin sigur fyrir stjórn Bashirs Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði Sýrland nú ganga á undan með góðu fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem búa yfir efnavopnum.Ahmet UzumcuEfnavopnastofnunin var stofnuð árið 1997 til að fylgja eftir banni við notkun efnavopna. Stofnunin hefur aðsetur í Haag í Hollandi og hefur lítið komist í fréttirnar fyrr en Sameinuðu þjóðirnar fengu henni það hlutverk að rannsaka beitingu sýrlenskra stjórnvalda á efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Atburðir í Sýrlandi, þar sem efnavopnum hefur verið beitt, undirstrika nauðsyn þess að leggja enn meira kapp en áður á að eyða þessum vopnum,“ segir í yfirlýsingu Nóbelsnefndarinnar. Sýrland hefur þegar samþykkt að gerast aðili að samningi um bann við notkun efnavopna og verður 190. ríkið sem fær aðild að Efnavopnastofnuninni. „Atburðirnir í Sýrlandi minna okkur á að það er enn mikið verk óunnið,“ sagði Ahmet Uzumcu, framkvæmdastjóri Efnavopnastofnunarinnar, í gær. „Sýrlensk fórnarlömb hryllilegra efnavopnaárása eiga samúð okkar alla. Ég vonast til þess að þessi verðlaun og verkefni Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi muni auka líkur á friði í landinu og binda enda á þær hörmungar sem dunið hafa yfir sýrlensku þjóðina,“ sagði Uzumcu. Verðlaunaféð, sem jafngildir um 146 milljónum króna, verður nýtt til þeirra verka sem stofnunin sinnir sem hafa það að markmiði að útrýma endanlega öllum efnavopnum. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Með þeirri ákvörðun sinni að veita Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) friðarverðlaun Nóbels er Nóbelsnefndin að beina athygli heimsins að hryllilegum efnavopnum sem eru til í miklu magni enn í dag, en ekki síður að átökunum í Sýrlandi í víðara samhengi. Efnavopnastofnunin hlaut verðlaunin eftirsóttu fyrir sitt hlutverk við að rannsaka og eyða birgðum sýrlenskra stjórnvalda af taugagasi og öðrum efnavopnum. Verðlaunin voru veitt í Ósló í gær. Viðbrögð við ákvörðun Nóbelsnefndarinnar létu ekki á sér standa. Louay Safi, háttsettur talsmaður hóps uppreisnarmanna, sagði verðlaunin ekki tímabær og sagðist óttast að þau drægju athyglina frá „raunverulegum ástæðum stríðsins“. Fayez Sayegh, einn af talsmönnum sýrlenskra stjórnvalda, sagði verðlaunin sigur fyrir stjórn Bashirs Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði Sýrland nú ganga á undan með góðu fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem búa yfir efnavopnum.Ahmet UzumcuEfnavopnastofnunin var stofnuð árið 1997 til að fylgja eftir banni við notkun efnavopna. Stofnunin hefur aðsetur í Haag í Hollandi og hefur lítið komist í fréttirnar fyrr en Sameinuðu þjóðirnar fengu henni það hlutverk að rannsaka beitingu sýrlenskra stjórnvalda á efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Atburðir í Sýrlandi, þar sem efnavopnum hefur verið beitt, undirstrika nauðsyn þess að leggja enn meira kapp en áður á að eyða þessum vopnum,“ segir í yfirlýsingu Nóbelsnefndarinnar. Sýrland hefur þegar samþykkt að gerast aðili að samningi um bann við notkun efnavopna og verður 190. ríkið sem fær aðild að Efnavopnastofnuninni. „Atburðirnir í Sýrlandi minna okkur á að það er enn mikið verk óunnið,“ sagði Ahmet Uzumcu, framkvæmdastjóri Efnavopnastofnunarinnar, í gær. „Sýrlensk fórnarlömb hryllilegra efnavopnaárása eiga samúð okkar alla. Ég vonast til þess að þessi verðlaun og verkefni Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi muni auka líkur á friði í landinu og binda enda á þær hörmungar sem dunið hafa yfir sýrlensku þjóðina,“ sagði Uzumcu. Verðlaunaféð, sem jafngildir um 146 milljónum króna, verður nýtt til þeirra verka sem stofnunin sinnir sem hafa það að markmiði að útrýma endanlega öllum efnavopnum.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira