Erlent

Sterkasta kaffi í heimi

Kaffið sterka
Kaffið sterka
Mike Brown vinnur nú að því að markaðssetja sterkasta kaffi í heimi - kaffið ber nafnið Death Wish Coffee. Kaffið er tvisvar sinnum sterkara en espresso og á umbúðunum eru neytendur varaðir við „mörgum andvöku nóttum".

Mike vann á kaffihúsi í New York og varð var við það að viðskiptavinir hans voru sífellt að biðja um sterkt kaffi. „Þeir báðu mig alltaf um sterkasta kaffið. Þá datt mér í hug að búa til þetta kaffi. Ég þróaði þetta lengi og mistókst mjög oft - en fann hina fullkomnu uppskrift að lokum."

„Uppskriftin er leyndarmál því hún er byltingarkennd og ég vil ekki að einhver steli henni."

Hægt er að kaupa kaffið á Amazon, bæði baunir og malað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×