Alls fengu sex leikmenn Bayern München falleinkun hjá þýska götublaðinu Bild fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.
Arsenal vann leikinn, 2-0, en þar sem Bayern vann fyrri viðureign liðanna í Lundúnum, 3-1, sluppu Þjóðverjarnir áfram á útivallamarkareglunni.
Bild sýnir þrátt fyrir það enga miskunn og lætur leikmenn liðsins heyra það í umfjöllun sinni um leikinn.
Bild gefur einkunnir á bilinu 1-5 þar sem fimm er lægsta einkunn. Þrír fengu næstlægstu einkunn en bestir þóttu þeir Toni Kroos og Thomas Müller. Hér má sjá einkunnagjöf blaðsins:
Manuel Neuer 4
Philipp Lahm 4
Daniel van Buyten 4
Dante 5
David Alaba 5
Javi Martniez 5
Luiz Gustavo 5
Toni Kroos 3
Thomas Müller 3
Arjen Robben 4
Mario Mandzukic 5
Mario Gomez 5 (kom inn á sem varamaður)
Sex leikmenn Bayern fengu falleinkunn hjá Bild
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti
