Erlent

Loftfimleikamaður fór í gegnum öryggisnetið

Loftfimleikamaður frá Kenía lifði af 15 metra fall á sýningu hjá Sirkusnum í Moskvu í Rússlandi í gær.

Í meðfylgjandi myndbandi, sem ástæða er til að vara við, sést hvernig hinn 22 ára gamli Karo Christopher Kazungu lendir af krafti á gólfinu.

Á heimasíðu fjölleikahússins kemur fram að Kazungu hafi verið við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Rússneskir fjölmiðlar segja að Kazungu hafi brotið hryggjarlið í hálsi og sé í gjörgæslu á sjúkrahúsinu. Þó er ekki talið að hann hafi lamast.

Kazungu var einn fjölmargra Rússa og Keníumanna sem tóku þátt í sýningunni. Forsvarsmenn fjölleikahússins segja slys sem þessi aldrei hafa komið upp og öryggisnetið, sem framleitt sé í Þýskalandi, hafi verið þaulprófað fyrir notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×