Erlent

Dó á dauðadeild af eðlilegum orsökum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ramirez hrópaði Satani til dýrðar við réttarhöldin.
Ramirez hrópaði Satani til dýrðar við réttarhöldin.

Raðmorðinginn Richard Ramirez lést á dauðadeild San Quentin-fangelsins í Kaliforníu á föstudag. Hann er sagður hafa látist af eðlilegum orsökum.

Ramirez var dæmdur árið 1989 fyrir þrettán morð í suðurhluta fylkisins á árunum 1984 og 1985. Flest fórnarlömb sín skaut hann til bana, en nokkra kyrkti hann eða skar á háls. Hann var einnig dæmdur fyrir innbrot og kynferðisárásir.

Hann náðist árið 1985 í austurhluta Los Angeles þegar hann reyndi að stela bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×