Erlent

Tólf ára stúlka ófrísk eftir nauðgun í fangelsi

Í San Pedro fangelsinu búa um 500 börn
Í San Pedro fangelsinu búa um 500 börn Mynd úr safni
Tólf ára stúlka er gengin tvo mánuði á leið eftir að hafa verið nauðgað af föður sínum og frænda. Misnotkunin hefur staðið yfir í fjölda ára í San Pedro fangelsinu í borginni La Paz í Bólivíu.

Stúlkan segir að faðir sinn, guðfaðir og frændi, sem allir dvelja nú í fangelsi, hafi misnotað sig frá því hún var átta ára gömul. Hún undirgengst nú sálfræðimeðferð eftir að yfirvöld í landinu fréttu af ofbeldinu.

Í Bólivíu er börnum fanga leyfilegt að búa með þeim í fangelsunum vegna þess að í mörgum tilfellum eiga þau enga aðra fjölskyldumeðlimi.

Um 1500 börn búa með foreldrum sínum í fangelsum í landinu. 

Í San Pedro fangelsinu búa um 500 börn. Börnin búa í klefum með ofbeldismönnum, morðingjum og nauðgurum.

Sky News greinir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×