Erlent

Flúgandi furðuhlutir yfir breska þinghúsinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Einhverra hluta vegna er breska þinghúsið og Stonehenge vinsælir viðkomustaðir fljúgandi furðuhluta.
Einhverra hluta vegna er breska þinghúsið og Stonehenge vinsælir viðkomustaðir fljúgandi furðuhluta.
Breska varnarmálaráðuneytið birti í dag skýrslu um fljúgandi furðuhluti sem nær sextíu ár aftur í tímann. Skýrslan er upp á 4.300 blaðsíður og þar er fjöldi frásagna frá vitnum sem segjast hafa séð furðuhluti yfir Stonehenge í Wiltshire og breska þinghúsinu.

Engar skýringar eru á þessum mikla áhuga geimvera á þessum tveimur sögufrægu stöðum í Bretlandi. Í skýrslunni er greint frá ástæðum þess að breska varnarmálaráðuneytið ákvað að loka vaktborði sínu með fljúgandi furðuhlutum fyrir rúmum þremur árum. Frá því myndavélasímar komu til sögunnar hefur skýrslum um fljúgandi furðuhluti fjölgað mikið í Bretlandi.

Fjöldi slíkra skýrslna tvöfaldaðist árið 2008 þegar 208 tilfelli voru skráð, segir David Clarke sagnfræðingur sem sérhæfir sig í fljúgandi furðuhlutum. En hann hefur fengið skýrslu stjórnvalda afhenta sem YouTube skjal. Árið 2009 þrefaldaðist fjöldi skýrslna þegar 643 tilvik um fljúgandi furðuhluti voru skráð.

Clarke segir að þessi mikla aukning hafi orðið til þess að breska varnarmálaráðuneytið hafi ákveðið að loka X-skjaladeild sinni á fljúgandi furðuhlutum, einfaldlega vegna þess að deildin hafi ekki haft mannafla til að kanna sannleiksgildi allra þessara skýrsla og mynda sem fólk sendi inn til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×