Francisco Jose Garzon Amo fékk þrisvar sinnum boð um að hægja á hraðanum síðustu tvær mínúturnar áður en lestin fór út af teinunum.
Þetta upplýsti lögreglan á Spáni eftir að hafa unnið að rannsókn slyssins, sem varð í síðustu viku á norðvesturhorni Spánar og kostaði 79 manns lífið.
Lestarstjórinn var í símanum að ræða við starfsfélaga sinn þegar hann ók lestinni út af.
Samkvæmt upplýsingum úr svarta kassa lestarinnar fékk hann síðustu viðvörunina þegar aðeins 150 metrar voru í beygjuna hættulegu, þar sem lestin fór út af. Þá var lestin á 195 kílómetra hraða, en hámarkshraðinn á þessum stað er 80 kílómetrar á klukkustund.
Þegar lestin fór út af teinunum var hún komin niður í 179 kílómetra hraða.
Fékk þrjár viðvaranir um að hægja á lestinni
Guðsteinn Bjarnason skrifar
