Enski boltinn

West Brom hafnaði boði QPR í Olsson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
West Brom segir að félagið hafi hafnað tilboði frá QPR í sænska varnarmanninn Jonas Olsson.

Talið er að tilboðið hafi verið upp á um fimm milljónir punda, um einn milljarð króna. Steve Clarke, stjóri liðsins, sagði að félagið væri ekki reiðubúið að selja leikmanninn.

Olsson skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við West Brom í sumar en hann er þó sagður viljugur að flytja til Lundúna af fjölskylduástæðum.

„Við getum haldið öllum okkar leikmönnum í janúar. Við þurfum ekki að selja neinn," sagði Clarke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×