Markvörðurinn Óskar Pétursson, leikmaður Grindavíkur, puttabrotnaði í leik gegn Leikni í 1. deild karla síðastliðin laugardag.
Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.
Grindvíkingar verma toppsætið í 1. deildinni og því mikið áfall fyrir þá að missa markvörð sinn frá í meiðsli.
Ekki er vitað hversu lengi Óskar verður frá en hann missir í það minnsta af leiknum gegn Selfyssingum annað kvöld.
Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 36 stig en Haukar, Fjölnir og BÍ/Bolungarvík eru öll með 34 stig í öðru til fjórða sætinu.
Óskar Pétursson puttabrotinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

