Erlent

Tveir þriðju styðja mótmælin

Freyr Bjarnason skrifar
Þessi börn tóku þátt í mótmælunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu.
Þessi börn tóku þátt í mótmælunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Mynd/AfP
Mótmælin í Brasilíu héldu áfram í gær en voru nokkuð rólegri en undanfarna daga. Samkvæmt brasilískri þjóðarkönnun höfðu mótmæli af einhverju tagi verið haldin í 438 sýslum í Brasilíu síðan þau hófust í Sao Paulo.

Hámarkið náðist á fimmtudaginn þegar ein milljón mótmælenda fylktist á götur landsins. Lítil sem engin átök voru í kringum mótmælin um helgina. 

Í nýlegri skoðanakönnun kom fram að 75 prósent Brasilíumanna styðja mótmælin. Könnunin var framkvæmd af tímaritinu Epoca og voru 1.008 manneskjur í úrtakinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×