Erlent

Bandaríkjamenn æfir vegna Snowden-mála

Jakob Bjarnar skrifar
Edward Snowden er talinn muni fljúga til Kúbu í dag.
Edward Snowden er talinn muni fljúga til Kúbu í dag.
Uppljóstrarinn og fyrrum njósnarinn Edward Snowden er talinn muni fljúga til Kúbu í dag. Þar mun hann bíða fregna frá yfirvöldum í Ecuador, hvort hann muni fá pólitískt hæli þar í landi og komast þannig hjá framsalskröfu Bandaríkjamanna. En hann á yfir höfði sér ákæru fyrir landráð.

Málið er talið hið neyðarlegasta fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta en eins og fram hefur komið í fréttum lenti flugvél með Snowden innanborðs í Moskvu í gær -- en kínversk yfirvöld lögðu ekki stein í götu hans með að fljúga þaðan. Þetta er þrátt fyrir beiðni bandarískra yfirvalda um að hann yrði handtekinn.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu fara Bandaríkjamenn fram á að rússnesk yfirvöld sendi Snowden til Bandaríkjanna. Vísa þeir til þess að sjálfir hafi þeir oftsinnis framselt glæpamenn til Rússlands. Hvíta húsið hefur jafnframt sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem því er mótmælt við yfirvöld í Hong Kong og Kína að Snowden hafi fengið að fara þar um án afskipta í landamæravörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×