Enski boltinn

Dramatískar myndir af því þegar Mancini réðst á Balotelli á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini og Mario Balotelli.
Roberto Mancini og Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Daily Mail birti í dag dramatískar myndir á heimasíðu sinni þar sem þurfti að skilja á milli þeirra Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Manchester City, og vandræðabarnsins Mario Balotelli.

Ljósmyndari Daily Mail var á staðnum og það er hægt að sjá myndir af þessu óvenjulega atviki með því að smella hér.

Enskir fjölmiðlar hafa komist að því að Mancini hafi brjálast eftir að Mario Balotelli tæklaði Scott Sinclair á æfingunni sem fór fram í rigningu og kulda á æfingasvæði félagsins.

Heimildarmenn Manchester Evening News segja að Mancini hafi reynt að snúa Balotelli niður og að stjórinn hafi algjörlega misst stjórn á skapi sínu.

Skjáskot af vefsíðunni dailymail.co.uk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×