Liðið komst í fréttirnar á síðustu leiktíð þegar það sendi frá sér skemmtilegt myndband þar sem liðið setti sig í spor strandvarða úr samnefndum sjónvarpsþáttum.
Nýtt tímabil þýðir greinilega nýtt myndband þar sem slegið er á létta strengi í takt við bandarískan sjónvarpsþátt. Nú hefur Beverly Hills 90210 orðið fyrir valinu. Sif Atladóttir, Margrét Lára, Guðný Björk Óðinsdóttir og þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir fara á kostum í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.