Stefnum á titilinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2013 06:00 Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 69 mörk í 86 leikjum.FrÉttablaðið/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn. „Mér líður vel. Ég reyni að taka einn dag í einu. Strax eftir aðgerð ætlaði ég að vera eitthvað undrabarn og komast fyrr af stað en allir aðrir. Sú hugsun var ekki alveg rétt. Síðan ég fór að taka einn dag í einu hefur þetta gengið betur,“ segir Margrét Lára, sem glímt hefur við erfið meiðsli lengi. Læknar töldu sig loksins hafa fundið út hvað væri að Margréti Láru sem var skorin upp á læri í vetur. „Ég er bjartsýn á það en þegar maður hefur barist við eitthvað í fimm ár leyfir maður sér ekkert að halda partý um hverja helgi og fagna áföngum. Maður tekur þessu með stakri ró. Ég er ánægð að hafa komist í gegnum leik, vaknað daginn eftir og staðið upp úr rúminu. Það er eitthvað sem ég hef ekki getað gert í fimm ár.“ Kristianstad er ósigrað eftir fyrstu tvær umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni. Margrét kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Piteå fyrir viku og spilaði fyrsta klukkutímann í útisigri á Mallbackens á laugardag. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á milli ára. Klár fyrir helgarnarMargrét Lára á æfingu með íslenska landsliðinu.Mynd/Ernir„Við erum með töluvert sterkara lið en í fyrra en eigum eftir að spila okkur svolítið saman,“ segir Margrét Lára. Sænska landsliðskonan Josefine Öqvist er komin til liðsins, auk dönsku landsliðskonunnar Johönnu Rasmussen. Báðar eru að hrista af sér meiðsli líkt og íslenski framherjinn en auk þess eru tveir nýir erlendir varnarmenn klárir í slaginn. „Við ætlum að gera atlögu að titlinum. Markmiðin eru alveg skýr og við erum ekkert feimnar með það. Til hvers að fara inn í mót og ætla sér ekki að vinna það? Það reiknar samt enginn með miklu af okkur og það gæti fleytt okkur langt,“ segir Margrét Lára. Auk hennar er Sif Atladóttir fyrirliði liðsins og Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði seinna markið á laugardaginn. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins. „Ég er í umhverfi sem hentar mér fullkomlega. Fæ rosalega mikinn skilning bæði hjá þjálfaranum og félaginu sjálfu,“ segir Margrét Lára, sem metur daglega hvort betra sé fyrir sig að fara á æfingu eða fara í sund. „Þetta snýst um að vera klár fyrir helgarnar svo ég geti verið með í leikjunum.“ Getum komist langt á EMMargrét Lára í eldlínunni á Laugardalsvellinum.Mynd/DaníelÍslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hefur oft vegnað betur á vormánuðum en undanfarið. Liðinu gekk illa á hinum árlega Algarve-bikar og spurning hvort stuðningsmenn landsliðsins þurfi að hafa áhyggjur fyrir EM í sumar. „Er þetta ekki bara hluti af prógramminu? Minnka væntingarnar og svo komum við alveg klárar til leiks á EM,“ segir Margrét Lára og hlær. Hún minnir þó á að þótt maður komi í manns stað hljóti landsliðið að sakna leikmanna sem leikið hafa marga tugi landsliða og eru mikilvægir innan sem utan vallar. „Við höfum alltaf verið þekktar fyrir baráttu og leikgleði. Ég hef trú á því að þegar við verðum með okkar sterkasta hóp, sem er mjög reynslumikill, getum við komist ansi langt. Það jákvæða við úrslitin undanfarið er að væntingarnar eru minni en um leið áminning fyrir okkur að íslenskt landslið hefur aldrei efni á því að slaka á.“Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára fagna marki.Mynd/Daníel Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðný Björk á skotskónum Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 20. apríl 2013 16:35 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn. „Mér líður vel. Ég reyni að taka einn dag í einu. Strax eftir aðgerð ætlaði ég að vera eitthvað undrabarn og komast fyrr af stað en allir aðrir. Sú hugsun var ekki alveg rétt. Síðan ég fór að taka einn dag í einu hefur þetta gengið betur,“ segir Margrét Lára, sem glímt hefur við erfið meiðsli lengi. Læknar töldu sig loksins hafa fundið út hvað væri að Margréti Láru sem var skorin upp á læri í vetur. „Ég er bjartsýn á það en þegar maður hefur barist við eitthvað í fimm ár leyfir maður sér ekkert að halda partý um hverja helgi og fagna áföngum. Maður tekur þessu með stakri ró. Ég er ánægð að hafa komist í gegnum leik, vaknað daginn eftir og staðið upp úr rúminu. Það er eitthvað sem ég hef ekki getað gert í fimm ár.“ Kristianstad er ósigrað eftir fyrstu tvær umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni. Margrét kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Piteå fyrir viku og spilaði fyrsta klukkutímann í útisigri á Mallbackens á laugardag. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á milli ára. Klár fyrir helgarnarMargrét Lára á æfingu með íslenska landsliðinu.Mynd/Ernir„Við erum með töluvert sterkara lið en í fyrra en eigum eftir að spila okkur svolítið saman,“ segir Margrét Lára. Sænska landsliðskonan Josefine Öqvist er komin til liðsins, auk dönsku landsliðskonunnar Johönnu Rasmussen. Báðar eru að hrista af sér meiðsli líkt og íslenski framherjinn en auk þess eru tveir nýir erlendir varnarmenn klárir í slaginn. „Við ætlum að gera atlögu að titlinum. Markmiðin eru alveg skýr og við erum ekkert feimnar með það. Til hvers að fara inn í mót og ætla sér ekki að vinna það? Það reiknar samt enginn með miklu af okkur og það gæti fleytt okkur langt,“ segir Margrét Lára. Auk hennar er Sif Atladóttir fyrirliði liðsins og Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði seinna markið á laugardaginn. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins. „Ég er í umhverfi sem hentar mér fullkomlega. Fæ rosalega mikinn skilning bæði hjá þjálfaranum og félaginu sjálfu,“ segir Margrét Lára, sem metur daglega hvort betra sé fyrir sig að fara á æfingu eða fara í sund. „Þetta snýst um að vera klár fyrir helgarnar svo ég geti verið með í leikjunum.“ Getum komist langt á EMMargrét Lára í eldlínunni á Laugardalsvellinum.Mynd/DaníelÍslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hefur oft vegnað betur á vormánuðum en undanfarið. Liðinu gekk illa á hinum árlega Algarve-bikar og spurning hvort stuðningsmenn landsliðsins þurfi að hafa áhyggjur fyrir EM í sumar. „Er þetta ekki bara hluti af prógramminu? Minnka væntingarnar og svo komum við alveg klárar til leiks á EM,“ segir Margrét Lára og hlær. Hún minnir þó á að þótt maður komi í manns stað hljóti landsliðið að sakna leikmanna sem leikið hafa marga tugi landsliða og eru mikilvægir innan sem utan vallar. „Við höfum alltaf verið þekktar fyrir baráttu og leikgleði. Ég hef trú á því að þegar við verðum með okkar sterkasta hóp, sem er mjög reynslumikill, getum við komist ansi langt. Það jákvæða við úrslitin undanfarið er að væntingarnar eru minni en um leið áminning fyrir okkur að íslenskt landslið hefur aldrei efni á því að slaka á.“Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára fagna marki.Mynd/Daníel
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðný Björk á skotskónum Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 20. apríl 2013 16:35 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Guðný Björk á skotskónum Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 20. apríl 2013 16:35