Erlent

Enn leitað að Jimmy Hoffa

Þorgils Jónsson skrifar
Alríkislögreglumenn leituðu jarðneskra leifa Jimmy Hoffa í útjaðri Detroit í gær.
Alríkislögreglumenn leituðu jarðneskra leifa Jimmy Hoffa í útjaðri Detroit í gær. Fréttablaðið/AP
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur hafið uppgröft á landspildu rétt utan við Detroit í von um að finna lík verkalýðsforkólfsins Jimmy Hoffa.

Hoffa hvarf sjónum árið 1975, en hann hafði lengi verið grunaður um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Síðan þá hafa ótal kenningar verið á lofti um afdrif hans, en líkið ekki fundist.

Nú reiðir lögregla sig á frásögn glæpamanns sem sagðist hafa áreiðanlegar upplýsingar um hvað varð um Hoffa. Átti hann að hafa verið grafinn undir steinsteyptri stétt í útjaðri Detroit. Í gær hafði þó leitin ekki enn borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×