Erlent

Smokkarnir eru of stórir

Alþjóðlega smokkastærðin er of stór fyrir meirihluta indverskra karlmanna.
Alþjóðlega smokkastærðin er of stór fyrir meirihluta indverskra karlmanna.
Alþjóðleg smokkastærð er of stór fyrir meirihluta indverskra karlmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem náði yfir þvert og endilangt Indland.

Yfir helmingur mannanna, sem tóku þátt í rannsókninni, var með styttri getnaðarlim en staðlarnir fyrir alþjóðlega smokkastærð segja til um. Óskað hefur verið eftir því að fleiri stærðir af smokkum verði fáanlegar vítt og breitt um Indland.

Rannsóknin stóð yfir í tvö ár og voru getnaðarlimir yfir 1.200 sjálfboðaliða mældir. „Það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hvernig þú notar hann,“ sagði fyrrverandi ritstjóri karlatímaritsins Maxim á Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×