Roma lagði Fiorentina 2-1 í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er fyrsti sigur Roma eftir fjögur jafntefli í röð en liðið er þremur stigum á eftir toppliði Juventus þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á tímabilinu.
Maicon kom Roma yfir á 7. mínútu en Juan Manuel Vargas jafnaði metin á 29. mínútu og var staðan í hálfleik 1-1.
Mattia Destro tryggði Roma sigurinn með marki á 67. mínútu og Roma komið í 37 stig, þremur stigum á eftir Juventus og tíu stigum á undan Fiorentina sem er í 5. sæti deildarinnar.
Loksins sigur hjá Roma
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn