"Þessi bekkur er óheppilegur" Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júlí 2013 14:52 Óttar M. Norðfjörð er ekki sáttur við það hvernig Snorri Magnússon brást við atvikinu. MYND/FACEBOOK Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira