Sænskur lögmaður meiddi sig í gómnum þegar hann beit í Mars-súkkulaði sem hann keypti í golfferð í Englandi síðastliðið vor.
Harður hlutur sem var í súkkulaðinu stakkst í góminn og blæddi mikið, að sögn lögfræðingsins. Hann sætti sig ekki við að fá gjafamiða fyrir Mars-súkkulaði að andvirði um þrjú þúsund íslenskra króna.
Lögmaðurinn krefst bóta upp á um 300 þúsund íslenskar krónur vegna tapaðs dags á golfvellinum og gjalds sem hann fékk ekki endurgreitt. Engar skemmdir urðu á tönnum lögmannsins, en ekki þykir útilokað að þær komi síðar í ljós. Þá áskilur hann sér rétt til að krefjast hærri bóta.
Segir sælgæti hafa eyðilagt golfferð
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
