Birkir Bjarnason er búinn að fá nýjan þjálfara hjá Sampdoria því Serbinn Sinisa Mihajlovic hefur samþykkt að taka við starfinu af Delio Rossi en hann var rekinn á dögunum.
Mihajlovic lætur af starfi landsliðsþjálfara Serbíu til þess að taka við starfinu á Ítalíu.
"Það hefur mikið verið rætt um framtíð mína síðustu daga þar sem samningur minn við knattspyrnusamband Serbíu er að renna út. Ég hef ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari," sagði Mihajlovic sem lék yfir 100 leiki fyrir Sampdoria á sínum tíma.
"Þetta er erfið ákvörðun því ég hef byggt upp nýtt lið hjá Serbíu. Ég ákvað samt að taka tilboði Sampdoria þar sem ég lék í fjögur ár á sínuma tíma."
Mihajlovic tekur við Sampdoria

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn
