Allsherjarnefnd fundar um ofbeldismál: Hæstiréttur gerði mistök Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2013 13:38 Andrea Unnarsdóttir fékk þyngsta dóminn í umræddu sakamáli. Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira