Margrét Lára: Ég þurfti að breyta um lífsstíl Kolbein Tumi Daðason skrifar 19. desember 2013 08:30 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/E.Stefán „Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
„Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira