Erlent

Sprenging í flugeldaverksmiðju

Kínverska lögreglan hefur handtekið lögfræðing og framkvæmdastjóra kínverskrar flugeldaverksmiðju en 11 manns létust og 17 særðust í sprengingu í verksmiðjunni, sem staðsett er í Guangxi, í gær.

Þetta eru ekki einu dauðsföllin af völdum flugelda í landinu á árinu en í febrúar létust 11 manns þegar brú fór í sundur eftir að flugeldar sprungu inni í vörubifreið sem keyrði yfir brúna.

Frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×