Enski boltinn

Van Persie markahæstur með sextán mörk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Robin van Persie fagnar marki á DW-leikvanginum í gær.
Robin van Persie fagnar marki á DW-leikvanginum í gær. Nordicphotos/Getty
Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-0 útisigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hollendingurinn hefur þriggja marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn með sextán mörk.

Spánverjinn Michu, sem leiddi listann fyrir jól, hefur verið frá keppni vegna meiðsla. Miðjumaður Swansea, sem hefur leikið töluvert í stöðu framherja á tímabilinu, hefur skorað þrettán mörk líkt og Luis Suarez hjá Liverpool og Demba Ba hjá Newcastle.

Jermain Defoe situr í fimmta sæti listans með tíu mörk og liðsfélagi hans hjá Tottenham, Walesverjinn Gareth Bale, hefur skorað níu. Hann deilir sjötta sætinu ásamt Edin Dzeko sem skoraði í sigri City á Stoke í gær.

Efstu menn á listanum

16 Robin van Persie Manchester United

13 Demba Ba Newcastle United

13 Luis Suarez Liverpool

13 Michu Swansea City

10 Jermain Defoe Tottenham Hotspur

9 Gareth Bale Tottenham Hotspur

9 Edin Dzeko Manchester City

8 Steven Fletcher Sunderland

8 Marouane Fellaini Everton

8 Theo Walcott Arsenal

8 Sergio Agüero Manchester City

8 Rickie Lambert Southampton

8 Javier Hernández Manchester United

7 Juan Mata Chelsea

7 Santi Cazorla Arsenal

7 Romelu Lukaku West Bromwich Albion

7 Dimitar Berbatov Fulham

7 Fernando Torres Chelsea

7 Wayne Rooney Manchester United

7 Carlos Tévez Manchester City

6 Lukas Podolski Arsenal

6 Arouna Koné Wigan Athletic

6 Frank Lampard Chelsea

6 Olivier Giroud Arsenal

6 Nikica Jelavic Everton

6 Christian Benteke Aston Villa

5 Shane Long West Bromwich Albion

5 Adam Le Fondre Reading

5 Kevin Nolan West Ham United

5 Jonathan Walters Stoke City

5 Mladen Petric Fulham

5 Wayne Routledge Swansea City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×